Hundakynning í Borgarholtsskóla

Þórhildur Bjartmarz:

Borgarholtsskóli heldur þemadaga á útmánuðum eins og flestir aðrir framhaldsskólar. Þar kallast slíkir dagar Skóhlífadagar. 15. febrúar 2017 var kynning á íslenska fjárhundinum og þar mættu til leiks Þórhildur Bjartmarz, Brynhildur Bjarnadóttir að ógleymdum íslenska fjárhundinum Skugga. Fyrst var sýnd kynningarmynd um íslenska fjárhundinn og eftir var spjallað um hunda og Skuggi fékk eins og alltaf alla athyglina. Mikill áhugi var á kynningunni – og ekki síður á lifandi hundinum á staðnum. Bestu þakkir til nemendafélags Borgarholtsskóla fyrir að bjóða í þessa heimsókn.