Það var vel við hæfi að Jórenn Sörensen tæki sér far með með hund í strætó í dag, fyrsta daginn sem leyft er að ferðast með gæludýr í strætó. Jórunn og Spói settust aftast í vagninn eins og reglur gera ráð fyrir. Ferðin var hin ángæjulegasta og ekki var að sjá að hinir tveir farþegarnir sem voru fyrir í vagninum hafi brugðið við að sjá Spóa koma í vagninn. Annar farþeginn brosti og bað um leyfi til að taka mynd. Þegar komið var í Hamraborgina beið fréttamaður og kvikmyndatökumaður frá Stöð 2 og tóku á móti farþegunum.