„Það er aðeins okkar eigið ímyndunarafl sem setur mörkin í því hvernig hundar geta hjálpað okkur“
segir hundaþjálfarann Line Sandstedt
Jórunn Sörensen:
Hjálparhundur – hvernig verður hann til?
Norski hundaþjálfarinn Line Sandstedt kemur reglulega til Íslands á vegum Hundaskólans Hundalífs og hafa margir íslenskir hundaeigendur notið leiðsagnar Line í gegnum árin. Line heldur fjölbreytt námskeið bæði í Noregi og víðar um Evrópu – í hlýðni fyrir heimilishunda sem og vinnuhunda og ekki síst heldur hún námskeið fyrir hundaeigendur sem óska eftir því að hundurinn þeirra verði hjálparhundur af einhverju tagi. Þeir sem sækja þessi námskeið eru bæði kennarar, sálfræðingar, aðstoðarfólk í skólum og aðrir hundaeigendur.
Námskeiðið tekur tvær helgar og er blanda af fyrirlestrum og hagnýtum æfingum/leiðbeiningum.
Í námskeiðinu felst:
- Mat á því hvort hundurinn er hæfur til slíkrar vinnu
- Námskeið (tvær helgar með tveggja til þriggja mánaða millibili)
- Afhending skírteina
Hundurinn metinn
Mat á því hvort hundurinn er hæfur í hjálparstarf tekur u.þ.b. 45 mínútur og eigandi fær að lokum skapgerðarmat fyrir hundinn sinn. Þeir sem meta hundinn eru ævinlega tveir. Annar er sá sem mun stjórna námskeiðinu og hinn er dýraatferlisfræðingur. Um er að ræða próf sem lýsir hundinum og eigandi fær ráð um hvernig hann getur þjálfað hundinn áfram. Slíkt próf getur verið mjög gagnlegt hvort sem eigandinn ætlar að sinna hjálparstarfi með hund eða ekki.
Námskeiðið – blanda af fyrirlestrum og hagnýtum æfingum/leiðbeiningum
- Hvað merkir það að nota dýr til hjálpar – af hverju „heimsóknarhundur“
- Táknmál hundsins og atferli
- Þjálfun hunda
- Samband hunds og eiganda
- Hvernig á að taka á vandamálum
- Heilbrigði hundsins
- Leiðbeiningar – kennsla í hagnýtri vinnu með hundinn.
Útskrift
Með því að útskrifast fær eigandi hundsins aðgang að ýmsum upplýsingum og gögnum. Einnig á eigandi hunda kost á leiðbeiningum ráðleggingum eftir að námskeiðinu er lokið.
Kennslubók námskeiðsins er bókin: „Dyreassistert Aktivitet med Hund“ – retningslinjer for kvalificasjoner og kunnskap. (Ritstjórar eru Dr. Rainer Wolhlfarth og Line Sandstedt).
Í viðtalið við Line tók hún dæmi um hvernig t.d. barn sem veigrar sér við að fara í skólann getur notið hjálpar hunds. Ástæðurnar geta verið af mörgum toga en lýsa sér í því að barnið hefur mjög lítið sjálfstraust og á fáa, jafnvel enga vini. Ef kennari slíks barns eða aðstoðarmaður í skólanum á hjálparhund felst aðstoðin í því að hundurinn og eigandi hans sækja barnið heim og fylgja því í skólann. Á meðan barnið er í kennslustund bíður hundurinn í sérstöku herbergi og er síðan með barninu í frímínútum. Að fá að vera með hund í skólanum veitir barninu sérstöðu og öryggistilfinningu. Barn sem fær að vera með hund í skólanum er spennandi og fær jákvæða athygli annarra barna.
Line tók sérstaklega fram að svona námskeið er einnig hægt að læra á háskólastigi sem sýnir þann aukna skilnin á því hve hundur getur verið verðmæt hjálp.