Bara hundur

Höfundur ókunnur

Reglulega segir fólk við mig: „ekki hafa áhyggjur, þetta er bara hundur“ eða „Allur þessur peningur í bara hund?“ Þetta fólk skilur ekki hversu langt ég hef farið, tímanum sem ég hef eytt í eða kostnaðinum í kringum „bara hund“.

Stoltustu stundirnar mínar hafa snúist um „bara hund“. Langur tími hefur liðið þar sem minn eini félagsskapur var „bara hundur“ en ég varð aldrei einmana.

Sorgmæddustu stundir mínar hafa einnig snúist um „bara hund“ og á þeim stundum hefur snerting frá „bara hundi“ veitt mér huggun og styrk til að takast á við daginn. Ef þú heldur að þetta sé „bara hundur“ skilur þú örugglega setningar eins og „bara vinur“, „bara sólarupprás“ eða „bara loforð“. „Bara hundur“ færir lífi mínu allt sem máli skiptir; vináttu, traust og endalausa gleði. „Bara hundur“ kenndi mér samhyggð og þolinmæði sem gerir mig að betri manneskju.

Út af „bara hundi“ fer ég fyrr á fætur, í lengri göngur og horfi björtum augum á framtíðina. Fyrir mig og fólk eins og mig er þetta ekki „bara hundur“ heldur holdgervingur drauma framtíðar minnar, yndislegar minningar fortíðarinnar og hrein gleði nútímans.

„Bara hundur“ kallar fram það besta í mér og beinir áhyggjum mínum og hugsunum frá sjálfum mér og amstri dagsins.
Ég vona að einhvern daginn muni þeir skilja að þetta er ekki „bara hundur“ heldur sú lífvera sem gerir mig að þeirri manneskju sem ég er og kemur í veg fyrir að ég verði „bara manneskja“. Næst þegar einhver segir við þig „en þetta er bara hundur“ – skaltu brosa og svara: „þú bara skilur þetta ekki..“