Hlýðnipróf Schäferdeildar HRFÍ

Hlýðniprófið var haldið laugardaginn 21. maí á vegum Schäferdeildar HRFÍ.  8 hundar voru skráðir í próf en 6 tóku prófið en aðeins var prófað í flokknum bronsmerki HRFÍ.

Af þessum 6 hundum fengu 5 bronsmerki. Í 1. sæti var íslenski fjárhundurinn Snær  með 168,5 stig. Stjórnandi og eigandi er Magnea Harðardóttir.

Dómari var Björn Ólafsson og prófstjóri Hildur Pálsdóttir. Prófað var í reiðhöll Heimsendahunda í Ögurhverfi.

SnærDSC_0412