Dagur Ungmennadeildar HRFÍ 10. apríl

Dagur Ungmennadeildar HRFÍ verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 10. apríl nk. í Gæludýr.is á Korputorgi. Kaffisala verður á staðnum í umsjón deildarinnar en deildin verður því miður ekki með posa.

Keppt verður í flokkum barna, ungra sýnenda og eldri sýnenda og verða flokkarnir eftirfarandi:
– Börn 3-5 ára
– Börn 6-8 ára
– Yngri flokkur ungra sýnenda 9-12 ára
– Eldri flokkur ungra sýnenda 13-17 ára
– Fullorðinsflokkur 18-34 ára
– Fullorðinsflokkur 35 ára og eldri

Þátttökugjald í barnaflokkum: 1.000.- kr.
Þátttökugjald í ungum sýnendum og fullorðinsflokkum: 1.500.- kr.
Þátttökuverðlaun verða veitt í öllum flokkum!

Dómari í barnaflokkum verður Erna Sigríður Ómarsdóttir
Dómari í yngri og eldri flokki verður Elín Rós Hauksdóttir
Dómari í fullorðinsflokkunum verður Ágústa Pétursdóttir

Vonumst til að sem flestir taki þátt í deginum með okkur en eins og við öll vitum þá er unga fólkið framtíð félagsins og vert er að nota hvert tækifæri til að auka áhuga þeirra á hundasportinu!

http://ungmennadeild.weebly.com/ 

Síðasti skráningardagur föstudagurinn 1. apríl!!
Skráningargjald skal lagt inn á reikning nr. 322-26-9229 kt. 090792-2029 fyrir þann dag svo skráning sé gild.
Vinsamlegast takið fram nafn þátttakanda í “skýringu” og sendið staðfestingu á greiðslu á netfangið udhrfi@gmail.com