Nkk mun ítreka kröfur um velferð hunda á FCI fundi

Þórhildur Bjartmarz:

Það styttist í Evrópusýninguna 2015 sem verður haldin af NKK í Osló (Lilleström)  4. til 6. september.  Eftir sýninguna verður fundur í FCI, European Section.  Norska hundaræktarfélagið leggur áherslu á að fjallað verði um hundavelferð á fundinum og vill að FCI skuldbindi sig til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að kröfur um velferð hunda í aðildafélögum FCI sé virt.

NKK segir jafnframt í fréttatilkynningu að fundur FCI European Section sé rétti vettvangurinn til að ræða alþjóðlega hundavelferð og að þeim málefnum verði tekið alvarlega.

http://web2.nkk.no/no/nyheter/Fremmer+krav+om+hundevelferd.b7C_wlzM5C.ips

http://www.europeandogshow2015.com/en/

http://messe.no/no/EDS2015/