Úr Fréttabréfi HRFÍ 1. tbl. 1. árg.

Í Fréttabréfi Hundaræktarfélags Íslands, 1 tbl. 1. árg. sem gefið var út í september 1978 eru eftirfarandi fóðurleiðbeiningar fyrir hvolpa. (Á þessum árum hefur líklega verið erfitt að fá tilbúinn hundamat)

Fæði

Morgunverður: Þunnur hafragrautur m/mjólk.

Hádegisverður: Hrátt kjöt, – hakkað eða smátt skorið. Gjarnan blandað dálitlu heilhveitibrauði eða soðinni kartöflu.

Síðdegishressing: Hundakex, tvíbaka eða Cheerios uppbleytt í mjólk.

Kvöldverður: Sama og í hádeginu, en blandað kalki og hundavítamínum.

 

Í ritnefnd voru þær Sigfríður Þórisdóttir, Guðrún Sveinsdóttir og Sigríður Pétursdóttir.

 

Það eru þrjár mjög skemmtilegar teikningar í blaðinu:

 

50001

 

“María ég ætla aðeins út með hundinn”

 

 

50006

 

“Þú hefðir nú betra af að ganga sjálfur letingi”

 

 

5000850006

 

Ég held að hann sé að reyna að segja okkur eitthvað”

 

Innskot Þórhildar: Þessi teikning er alveg dásamleg – því hversu oft fer ekki framhjá fólki þegar hvolpar eru að láta vita að þeir þurfa að fara út. Þó svo að þeir gelti ekki við dyrnar – sýna þeir ýmis önnur merki.