Börn lesa fyrir hunda

mbl.is: Stund­um er nauðsyn­legt að eiga góðan vin sem hlust­ar á raun­ir manns. Öðrum stund­um næg­ir að eiga vin sem hlust­ar á mann lesa. Það er ein­mitt það sem bestu vin­ir manns­ins ætla að gera á fimmtu hæð Borg­ar­bóka­safns­ins í Gróf­inni kl. 15 sunnu­dag­ana 17. janú­ar, 7. og 21. fe­brú­ar, 6. og 20. mars og 3. apríl. Þar munu tveir hund­ar sem eru sér­stak­lega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa hlýða á börn lesa sér til ánægju fyr­ir til­stuðlan fé­lags­ins Vig­dís­ar – Vini gælu­dýra á Íslandi.

„Fé­lagið Vig­dís er aðili að lestr­ar­verk­efn­inu R.E.A.D – Rea­ding Educati­on Ass­ist­ance Dogs sem starfar um all­an heim með um fjög­ur þúsund sjálf­boðaliðum með það að mark­miði að efla læsi barna með því að hvetja þau til ynd­is­lest­urs. Lestr­ar­stund­ir með hundi reyn­ast börn­um vel og ekki síst þeim sem eiga við lestr­arörðug­leika að stríða,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Borg­ar­bóka­safn­inu. „Hund­ur­inn gagn­rýn­ir ekki barnið á meðan á lestr­in­um stend­ur, hjálp­ar því að slaka á og ligg­ur ró­leg­ur á meðan lesið er. Sjálf­boðaliðinn sem á hund­inn ræðir síðan við barnið um inni­hald bók­ar­inn­ar til að aðstoða og tryggja betri lesskiln­ing.“

Átta börn kom­ast að í hvert skipti og fær hvert barn að lesa fyr­ir hund­inn í 15 mín­út­ur.

For­eldr­ar þurfa að  bóka tíma fyr­ir­fram fyr­ir börn­in með því að senda tölvu­póst á Þor­björgu Karls­dótt­ur, verk­efn­is­stjóra á net­fangið thor­bjorg.karls­dott­ir@reykja­vik.is eða með því að hringja í síma 411 6146.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/07/born_lesa_fyrir_hunda

p1998677619-3