Gæludýrin fari með í strætó

 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is
Létu kanna áhættuþætti og forsendur þess að leyfa gæludýr í strætisvögnum
Group of pets: dog, cat, bird, rabbit
Group of pets: dog, cat, (önnur mynd fylgir greininni)
Gæludýr Enn er óljóst hvort gæludýri fái að fylgja farþegum Strætó.
Á undanförnum árum hafa ítrekað komið fram óskir frá farþegum um að þeir fái að ferðast með gæludýr í vögnum Strætó en þeim er það óheimilt í dag.Flestir sem þess óska virðast eiga það sameiginlegt að eiga ekki bíl, geta ekki ekið vegna líkamlegra eða andlegra ástæðna, hafa ekki efni á bíl eða vegalengdir séu of langar.Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vinnuhóps á vegum Strætó bs. sem falið var að meta möguleikann á því hvort leyfa ætti gæludýr í strætisvögnum sem aka á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn kannaði bæði kosti og ókosti ásamt stöðu þessara mála á hinum Norðurlöndunum.
Engin niðurstaða enn
Það er engin niðurstaða komin enn, segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., en áætlað er að skýrslan verði kynnt fyrir stjórn Strætó í haust. Þá verður umræða um málið og í framhaldinu tekin ákvörðun sem gæti leitt til óbreytts ástands eða tilraunaverkefnis, bætir hann við.Þá greindu höfundar skýrslunnar áhættuþættina sem fylgja því að heimila gæludýrum veru í strætisvögnum. Til dæmis var talin hætta á að gæludýr gætu ráðist á manneskju eða annað dýr, starfsmaður eða farþegi fengi ofnæmis- eða astmakast og óþrifnaður aukist.
Vinnuhópurinn var einnig sammála um að ákveðnar forsendur yrðu að vera til staðar ef gæludýr yrðu leyfð í vögnunum, þ.e. dýrin yrðu ávallt í búri eða tösku, yrðu aðeins aftast í vagninum og ekki á annatíma. Slíkt tilraunaverkefni yrði aðeins til 12 mánaða og að því loknu yrði reynslan metin og endanleg ákvörðun tekin. .
http://www.mbl.is/bladid