Korpur segir börnum sögur úr sveitinni – 6

Brynhildur Inga skrifar fyrir yngstu lesendur Hundalífspóstsins.

Nú var komið að því að flytja á suðurlandið í hús með stórri lóð. Við fengum ekki að hlaupa öll í einu um lóðina fyrr en það var búið að girða af því að fóstra vildi ekki að við færum á eitthvert flakk.

Okkur fannst fekar erfitt að vera svona mikið í bílnum á þessu ferðalagi  en í staðinn vorum við bara alltaf með fóstru og vorum aldrei skilin eftir ein heima.

Sonur fóstru bjó í skammt frá þar sem við ætluðu að búa og fórum við þangað oft í mat og fengum jafnvel að gista á meðan að húsið okkar var ekki tilbúið. Fóstra sagði nú  að það væru ekki margir sem myndu taka við hjónum með 7 hunda í gistingu. Það má vel vera en við vorum bara ósköp góð og stillt. Dreka fannst nú líka gaman að fá okkur í heimsókn og fékk oft að vera með okkur á skikanum okkar.

 

Korpur 6 1

 

Loksins kom að því að við fluttum í húsið okkar. Snögg var orðin gömul og lasin og oft ansi þreytt og vildi fá að sofa í friði en á hverjum morgni þegar við hundarnir vöknuðum löbbuðum við til Snaggar og kysstum hana og buðum góðann daginn áður en við fórum út að pissa.

Þegar við höfðum búið í nýja húsinu okkar  í nokkra mánuði dó Snögg. Það var voðalega sorglegt þegar hún dó og við söknuðum hennar óskaplega.  Snögg var sú eina af okkur sem brosti svo fallega. Samt var það svo furðulegt að þegar hún brosti þá hélt fólk alltaf að hún væri að sýna tennurnar og væri grimm.  En Snögg var sú blíðasta og besta mamma og amma sem nokkur gat hugsað sér.

Korpur 6 2

 

Saga sem reyndar hafði alltaf verið vond við Vörðu varð ennþá verri við hana þegar Snögg dó og reyndi alltaf að glefsa til hennar ef hún náði til hennar. Nú var Saga elsta tíkin og hún hélt því að hún gæti verið foringinn.

Foringinn er sá sem er traustur, sterkur (mest andlega), skilningsríkur og sanngjarn. Foringi sýnir aldrei árásargirni eða reiði, þess þó heldur þolinmæði. Árásargirni er oft merki óöryggis og þess vegna var Saga ekki efni í foringja því hún var ekki nógu örugg með sig eftir að mamma hennar dó.

Móri breyttist líka þegar Snögg dó.  Móri var orðinn ansi leiðinlegur við mig og alltaf að skamma mig þannig að mér leið ekki orðið vel því ég var alltaf hræddur um að Móri myndi bíta mig illa.

Þetta var erfiður tími eftir að Snögg mamma mín dó og endaði með því að ég flutti á nýtt heimili í Kópavogi þar sem mér líður vel en ég kem þó alltaf í pössun til hennar fóstru minnar einu sinni til tvisvar á ári.

Eina nóttina þá missti Saga systir mín vitið og réðist illa á Vörðu og í bræði sinni beit hún síðan óvart fóstru mína þegar hún gekk á milli til þess að stoppa hana, það varð svo að láta sauma nokkur spor hendina á fóstru minni. Fólk á helst ekki að ganga á milli tveggja hunda sem eru að slást því þegar hundar verða reiðir og slást bíta þeir bara í það sem kjafti er næst. Saga ætlaði sér aldrei að bíta fóstru og henni leið mjög illa þegar hún áttaði sig á að hún hefði óvart bitið hana í staðinn fyrir Vörðu.

 

Korpur 6 3

 

Með kveðju
Brynhildur Inga Einarsdóttir, hundaþjálfari
borg1@centrum.is
www.reykjadals.is