Hvað var svona hræðilegt?

Þórhildur Bjartmarz:

Ég átti leið á Hagkaupstorgið í Garðabænum í morgun. Þegar ég var að leggja bílnum sá ég að hundur var bundinn fyrir framan Hagkaupsverslunina svo að ég greip með mér myndavélina með til að mynda hundinn.

En þessi glæsilegi collie hundur var búinn að skíta þar sem hann var bundinn, sem er eitthvað sem hundar gera alls ekki nema í neyð.

Þegar ég var að mynda hundinn komu hugglegar dömur, greinilega gönguhópur af klæðnaðinum að dæma. Það sem þessar huggulegu Garðabæjar-dömur gátu látið út úr sér var bara vandræðalegt. Þær snéru sér að mér með þjósti og hreyttu í mig „átt þú þennan hund? Átt þú þetta dj…….ógeð?

En ein konan skar sig úr hópnum spurði hvort ég ætti hundinn. Svarið mitt var nei en af hverju spyrðu? Konan var hin almennilegasta og fannst greinilega „ástandið vandræðalegt.“ Ég sagðist ætla að mynda hundinn og svo þrífa skítinn sem ég gerði.

Hverslags óhemjugangur er þetta eiginlega? Af hverju sáu þessar konur ekki bara fallegan hund á þessum bjarta og yndislega degi. Af hverju voru þær að eyðileggja fyrir sjálfum sér góða stund með því að hneykslast af því að einn vesalings hundur var búinn að skíta á stéttina í neyð. Ég geri ráð fyrir að við sjáum öll skít af öllum gerðum á hverjum degi. Við þessu tvífættu getum skilað honum í þar til gerðar postulínsskálar og smúlað honum svo út í sjó og málið dautt. Viljum ekkert meira vita.

thorhildurbjartmarz@gmail.com