Ruiv.is;
Johnny Depp þarf að hundskast burt með hunda sína frá Ástralíu vilji hann forða þeim frá dauða.
Fréttastofa AFP greinir frá því að Depp hafi flogið til Ástralíu á einkaþotu sinni þar sem fram fara tökur á nýjustu mynd hans um sjóræningjana í karabíska hafinu og tekið tvo hunda sína með, þá Pistol og Boo. Slíkt er ólöglegt og lét Barnaby Joyce, landbúnaðarráðherra Ástralíu, hafa eftir sér í morgun að lög landsins yrðu ekki beygð þó þú heitir Johnny Depp.
Ströng lög eru um innflutning á dýrum í Ástralíu til þess að forðast að sjúkdómar berist til þarlendra dýra. Kettir og hundar sem koma til landsins verða að vera í sóttkví í það minnsta í tíu daga.
úrdráttur úr fréttinni sem Róbert Jóhansson skirfar sjá;
http://ruv.is/frett/astrolsk-yfirvold-hota-hundum-depp-liflati