Fyrsta sporapróf ársins var haldið í nágrenni Guðmundarlundar miðvikudaginn 18. maí við ágætar aðstæður. Fjórir hundar voru prófaðir tveir í Spori I, einn í Spori II, og einn í Spor Elite.
Tveir hundar fengu skráða einkunn:
Spor I:
Með 97 stig I. einkunn Forynju Bestla (Þoka) IS26987/19 German shepherd dog og María Jónsdóttir
Spor Elite:
Með 72 stig III. einkunn Forynju Aska IS23109/17 German sheperd dog og Hildur Sif Pálsdóttir
Glæsilegur árangur hjá þeim Þoku og Maríu að ná 97 stigum af 100 mögulegum í Spori I
Aska og Hildur náðu einkunn þrátt fyrir að vinna sig ekki út úr ramma sem er byrjun á spori í Elíte – sporið er erfitt og alls ekki allir hundar sem komast í gengum þetta próf en þetta var í annað sinn sem hundur hlýtur viðurkennda einkunn í Spori Elíte. Þær Aska og Hildur eiga örugglega eftir að mæta aftur og freista þess að fá hærri einkunn
F.h. stjórnar Vinnuhundadeildar óska ég þeim Maríu og Hildi til hamingju með árangurinn.
Dómari: Albert Steingrímsson
Prófstjóri: Eva Kristinsdóttir
Myndir úr myndasafni Vinnuhundadeildar
Dýrheimar/Royal Canin er styrktaraðili Vinnuhundadeildar HRFÍ