Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ nr 5 10. júní 2021

Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 10. júní nr 5 2021

Fimmta hlýðnipróf ársins, kvöldpróf var haldið í reiðskemmu Sprettara á Hattarvöllum. Átján hundar voru skráðir í prófi en sextán hundar voru prófaðir.  Sjö voru skráðir í Bronspróf, tíu í Hlýðni I og einn í Hlýðni III. Af þessum sextán hundum sem mættu náðu ellefu hundar lágmarkseinkunn.

Einkunnir

BRONS:

Með 164,5 stig I. sæti og Bronsmerki HRFÍ Forynju Drama IS28575/20

Með 160,5 stig 2. sæti og Bronsmerki HRFÍ Gjósku Ylur IS28572/20

Með 151 stig 3. sæti og Bronsmerki HRFí Forynju Breki IS26984/19

Við eigum örugglega eftir að sjá þessa hunda og stjórnendur þeirra koma Hlýðni I fljótlega


HLÝÐNI I:

Með 185,5 stig I. einkunn 1. sæti og Silfurmerki HRFÍ Undralands Sancerre – Australian shepherd IS25746/19

Með 164,5 stig I. einkunn 2. sæti  Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn – German shepherd dog IS26982719

Með 163,5 stig I. einkunn 3. sæti Islands Shelties Everdeen – Shetland sheepdog IS24857/18

Með 161,5 stig I. einkunn 4. sæti Stekkjardals Pandemic – Labrador retriever IS27910/20

Með 151,5 II. einkunn Miðvalla Hermione Granger – Labrador retriever IS22921/17

Með 151 stig II. einkunn Undralands Once Upon A Time – Shetland sheepdog IS26310/19

Með 122,5 stig III. einkunn Hrísnes Góða nótt – Labrador retriever IS19611/14

Þetta var í fyrsta sinn sem Berglind mætti með Australian shepherd tíkina í próf og fór beint í Hlýðni I. Frábær árangur hjá Beggu með Sönsu eins og tíkin er kölluð. Þetta er líklega hæsta einkunn fyrir aussie sem gefin hefur verið í þessum flokki. 

Islands Shelties Everdeen eða Ylfa náði í þriðja sinn I. einkunn í Hlýðni I og uppfyllir nú skilyrði fyrir nafnbótinni OB-I.  Keppnisandinn er fyrir hendi hjá Erlen Ingu stjórnanda Ylfu og nú stefnir hún á að komast sem fyrst í Hlýðni II próf og verður spennandi að fylgjast með þeim stöllum að reyna við nýjar áskoranir í þeim flokki.

HLÝÐNI III:

Með 270 stig I. einkunn 1. sæti Forynju Aska IS23109/17 German shepherd IS23109/17

Þetta var í þriðja sinn sem Aska hlaut I. einkunn í Hlýðni III og uppfyllir þar með skilyrði fyrir að fá titilinn Íslenskur hlýðnimeistari. Næsta stig hjá þeim Hildi og Ösku er að æfa fyrir hlýðni Elite

Þið sem tókuð þátt til hamingju og takk fyrir gott próf og samveru. Það er skemmtilegt að taka svona kvöldpróf í byrjun sumars því þetta er sá tími dagsins sem margir mæta á æfingar.  F.h. stjórnar Vinnhundadeildar vil ég sérstaklega þakka prófstjóra og ritara fyrir þeirra framlag.

Prófstjóri: Gunnhildur Jakobsdóttir

Ritari: Díana Sigurfinnsdóttir

Dómari: Þórhildur Bjartmarz

Birt með fyrirvara um villur

Prófið var sett með nafnakalli kl 18.15 og því lauk um kl 22. Hér eru nokkrar myndir voru teknar í lok prófsins