Hlýðnipróf Svæðafélags Norðurlands 2018

Árlegt hlýðnipróf Svæðafélags Norðurlands HRFÍ var haldið helgina 29. og 30. september. Hlýðnipróf hafa verið haldin á Akureyri í samvinnu við Vinnuhundadeild síðustu helgina í september undanfarin ár að undanskyldu 2017 en þá var ekki næg þátttaka.

Nú voru átta hundar skráðir báða dagana s.s. allir hundarnir skráðir í tvö próf.

Á laugardag voru fjórir hundar skráðir í Brons, tveir í Hlýðni I, einn í Hlýðni II og einn hundur í Hlýðni III.

 

Úrslit á laugardag í Bronsprófi:

  1. sæti með 157,5 stig og Bronsmerki HRFÍ Tinna og Dagur Ingi Sigursveinsson
  2. sæti með 155 stig og Bronsmerki HRFÍ Gjósku Vænting og Tinna Ólafsdóttir
  3. sæti með 131 stig Ibanez W.S. Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz
  4. sæti með 107 stig Hetju Eltu skarfinn Massi og Aníta Stefánsdóttir

Framúrskarandi árangur hjá Tinnu og Degi sem voru að taka þátt í hlýðniprófi HRFÍ í fyrsta sinn. Þau Massi og Aníta voru einnig að þreyta frumraun sína í hlýðniprófi.

 

     

 

Úrslit í Hlýðni I:

  1. sæti með 170,5 stig og I. einkunn Forynju Aska og Hildur Pálsdóttir
  2. sæti með 157 stig og II. einkunn Ice Tindra King og Katrín Jóna Jóhannsdóttir

 

Úrslit í Hlýðni II:

  1. sæti með 166 stig og I. einkunn Abbadís og Þórhildur Bjartmarz. Abbadís var að taka þátt í Hlýðni II í fyrsta sinn en fékk 0 af (20) í æfingunni „að hoppa yfir hindrun“ og fékk því ekki gullmerki HRFÍ þrátt fyrir I. einkunn.

 

Úrslit í Hlýðni III:

Vonziu´s Asynja og Hildur Pálsdóttir fengu 212,5 stig og III. einkunn.

 

 

Á sunnudag voru tveir hundar skráðir í Brons, fjórir í Hlýðni I, einn í Hlýðni II og einn hundur í Hlýðni III. Nú bættust tvær tíkur í Hlýðni I hópinn, báðar fengu Bronsmerki á laugardeginum

Úrslit á sunnudag í Bronsprófi:

  1. sæti með 131 stig Ibanez W.S. Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz
  2. sæti með 92 stig Hetju Eltu skarfinn Massi og Aníta Stefánsdóttir

      

Úrslit í Hlýðni I:

  1. sæti með 181 stig og I. einkunn Forynju Aska og Hildur Pálsdóttir
  2. sæti með 162,5 stig og I. einkunn Tinna og Dagur Ingi Sigursveinsson
  3. sæti með 160 stig og I. einkunn Ice Tindra King og Katrín Jóna Jóhannsdóttir
  4. sæti með 144,5 stig og II. einkunn Gjósku Vænting og Tinna Ólafsdóttir

               

 

Tinna og Dagur tóku þátt í Hlýðni I í fyrsta sinn og náðu toppeinkunn þrátt fyrir að fá 0 í einni æfingunni „fjarlægðarstjórnun“ og misstu þar 20 stig og fengu því ekki silfurmerki HRFÍ. Þær Gjósku Vænting og Tinna fengu einnig 0 í sömu æfingu.

 

Úrslit í Hlýðni II:

  1. sæti með 193 stig og I. einkunn og Gullmerki HRFÍ Abbadís og Þórhildur Bjartmarz.

 

 

Úrslit í Hlýðni III:

Vonziu´s Asynja og Hildur Pálsdóttir fengu 217,5 stig og III. einkunn

 

 

Dómari báða dagana var Albert Steingrímsson

Prófstjórar voru Elín Þorsteinsdóttir og Fanney Harðardóttir

Ritarar voru Björg Theodórsdóttir og Fanney Þórarinsdóttir

 

Prófið var haldið við bestu aðstæður í reiðhöllinni á Akureyri. Góð og þægileg stemming hefur myndast í prófunum norðan heiða og skemmtilegt að geta þess að sex af átta hundunum komu frá suð-vesturhorninu.

 

Royal Canin Dýrheimar gáfu verðlaun

Fyrir hönd Vinnuhundadeildar HRFÍ vil ég þakka Svæðafélagi Norðurlands fyrir þeirra framlag ennfremur þakka ég dómara, hringstjórum, ritara og þátttakendum fyrir afar skemmtilega samveru í prófinu.