Að vinna með þefskyn hunda

Þórhildur Bjartmarz:

Í gærkvöldi leit ég við á námskeiði þar sem unnið er með þefskyn hunda. Þessi námskeið eru fyrir allar gerðir af hundum og engin sérstök skilyrði eru fyrir þátttöku. Námskeiðin eru kölluð “smeller” og fara þannig fram að hundurinn er látinn finna ákveðna lykt t.d. af tepoka. Annar tepoki með sömu lykt var svo settur í krukku og sem sett var í  þar til gerðann stand með öðrum eins krukkum. Hundurinn var svo látinn merkja hvar rétta krukkan með tepokanum var.

Eftir nokkrar einfaldar æfingar var svo leitin gerð flóknari fyrir hundinn. Þetta er ný keppnisgrein og er skemmtileg fyrir hundaeigendur sem vilja æfa hundinn sinn á einfaldann hátt.

Þórhildur stödd á Ås Noregi