Þórhildur Bjartmarz:
Það gerist oft þegar ég geng úti með hund í taumi að ég stoppa og spjalla við ókunnugt fólk. Um daginn var ég farin að spalla við ókunnuga konu sem sýndi hvolpinum sem ég var að þjálfa áhuga.
Konan spurði mig hvað hvolpurinn væri gamall.
Þriggja og hálfs mánaða svaraði ég.
Er hann þá helvítis asni spurði hún.
Þetta var samt meiri fullyrðing en spurning hugsaði ég en svaraði að hann væri hvorki helvítis eitthvað né asni. Þetta væri bara saklaus hvolpur í þjálfun og sannkallaður gleðigjafi eins og hvolpar væru á þessum aldri. Hvolpar eru dásamleg dýr bætti ég við. (Var þá búin að koma því áður að, að ég væri með hvolpaskóla).
Stórt bros færðist yfir andlit konunar við þessum svörum og svo sagði hún.
Veistu ég held að ég öfundi þig bara