Hund til nytte og glede

Þórhildur Bjartmarz

Norska hundaræktarfélagið NKK hefur starfað undir þessum slagorðum undanfarin ár með vísan til þess að það er bæði gagn og gaman af hundinum í lífinu. Okkur hundaeigum vantar svona sameiningarorð sem við getum notað í baráttumálum.

Til dæmis þegar fólk horfir á mann og segir blákalt „ mér finnst að allir hundar eigi bara heima í sveit“ þá væri gott að geta notað skemmtilegt slagorð í stutt svar sem segir í raun að hundar séu til gagns og gleði  fyrir alla, hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli.

Hafa lesendur okkar tillögu um slagorð sem nýtist okkur hundaeigendum sem segir beinlínis að hundar séu bæði til gagns og gleði í samfélaginu? Oft nota ég sjálf „hundalíf er betra líf“ en við leitum að góðum slagorðum. Vinsamlegast sendið tillögur á thorhildurbjartmarz@gmail.com