Hlýðnipróf Norðurhunda 24. og 25. september

Þórhildur Bjartmarz:

Árlegt hlýðnipróf Norðurhunda (Svæðafélag HRFÍ) var haldið helgina 24. og 25. september á Akureyri. Prófað var í þremur flokkum, brons, hlýðni I og hlýðni II.

Alls voru níu hundar skráðir í próf hvorn dag:

 

Laugardagur:

Þrír hundar voru skráðir í bronspróf. Engin þeirra fékk bronsmerki HRFÍ þennan dag.

 

Þrír hundar voru skráðir í hlýðni I próf. Allir fengu I. einkunn og tveir þeirra silfurmerki HRFÍ.

Í fyrsta sæti og með I. einkunn var Gæfa með 172 stig. Stjórnandi var Valgerður Stefánsdóttir.

 

hlydniprof-nordurhunda-012    hlydniprof-nordurhunda-014

 

 

Þrír hundar voru skráðir í hlýðni II próf. Einn hundur náði ekki lágmarkseinkunn, einn hundur fékk III. einkunn og einn hundur fékk I. einkunn.

Í fyrsta sæti með I. einkunn og gullmerki HRFÍ var Þór þrumugnýr með 170 stig. Stjórnandi var Þórhildur Bjartmarz.

14449782_10209592623965209_7080449003150207149_n

Sunnudagur:

Þrír hundar voru skráðir í bronspróf. Einn þeirra fékk bronsmerki HRFÍ.

Í fyrsta sæti og með bronsmerki HRFÍ var Romeo með 158,5 stig.  Stjórnandi var Fanney Harðardóttir.

 

hlydniprof-nordurhunda-003   hlydniprof-nordurhunda-007

 

Tveir hundar voru skráðir í hlýðni I próf. Annar hundurinn fékk III einkunn.

Í fyrsta sæti með I. einkunn var Perlon. Stjórnandi var Björg Theodórsdóttir.

hlydniprof-nordurhunda-008

 

Nú voru fjórir hundar skráðir í hlýðni II. Þrír hundar fengu III. einkun og einn hundur fékk I. einkunn.

Í fyrsta sæti með I. einkunn var Þór þrumugnýr með 185 stig. Stjórnandi var Þórhildur Bjartmarz.

hlydniprof-nordurhunda-022

Prófstjóri var Sandra Einarsdóttir (og Fanney Þórarins í bronsprófi á sunnudag)

Ritari var Aníta Stefánsdóttir

Dómari var Albert Steingrímsson

Prófið var hið skemmtilegasta, góð stemming og aðstæður eins og best verður á kosið í reiðskemmu Léttis á Akureyri.