Landskeppni smalahunda

Landskeppni smalahunda verður haldin um næstu helgi

Síðustu helgi ágústmánaðar verður landskeppni Smalahundafélags Íslands haldin í Dalasýslu í samstarfi Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu.

Keppni fer fram dagana 27. og 28. ágúst að Bæ í Miðdölum. Keppnin hefst klukkan 10.00 báða dagana. Dómari verður Bevis Jordan, en hann er starfandi sauðfjárbóndi og reynslubolti þegar kemur að smalahundum.

Dagana á undan mun Bevis bjóða upp á námskeið og leiðsögn fyrir þá sem eru að temja fjárhunda á Snæfellsnesi. Keppt í þremur flokkum: – A-flokkur, opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B-flokki. – B-flokkur, fyrir hunda 3 ára og eldri sem ekki hafa náð 50 stigum í keppni. – Unghundaflokkur, fyrir hunda yngri en 3 ára.

Sjá nánar fréttatilkynninguna í Bændablaðinu:

http://www.bbl.is/files/pdf/bbl-15.-tbl.-2016-web.pdf

 

 

smalahundakeppni 29, og 30, ágúst 065

 

smalahundakeppni 29, og 30, ágúst 049

 

 

smalahundakeppni 29, og 30, ágúst 052