Ótrúlegt trygglyndi

Pressan.is 05. sep. 2016 – Ari Brynjólfsson

Ótrúlegt trygglyndi: Maya beið eftir eiganda sínum fyrir utan sjúkrahúsið

Hinni 22 ára gömlu Söndru Iniesta brá í brún þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsi skammt frá Alicante á Spáni um helgina, hún hafði hlakkað til að komast heim og hitta hundinn sinn, hina tveggja ára gömlu Mayu, en komst að því Maya hafði hvergi farin og var orðin fræg fyrir vikið.

Sandra lagðist inn á sjúkrahús fyrir rúmlega viku með sprunginn botnlanga á meðan hún lá á sjúkrabeði beið Maya fyrir utan og neitaði að yfirgefa lóð sjúkrahússins. Spænskir fjölmiðlar voru fljótir að komast á snoðir um málið eftir að starfsmenn spítalans voru farnir að deila myndum af Mayu á samfélagsmiðlum og var Maya komin í landsfréttirnar þegar Sandra var útskrifuð, en eins og vera ber er dýrum ekki hleypt inn í sjúkrahúsbyggingar.

Ánægjulegir endurfundir Maya er af tegundinni Akita Inu sem á rætur sínar að rekja til Japan og er þekkt fyrir einstakt trygglyndi. Skjáskot af Twittersíðu Söndru Iniesta.

Sandra og Maya

Faðir Söndru reyndi nokkrum sinnum að lokka Mayu upp í bíl með hundanammi en Maya lét ekki plata sig

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/otruleg-tryggd-maya-beid-eftir-eiganda-sinum-fyrir-utan-sjukrahusid

 

ImageHandler