HRFÍ auglýsir fund 27. apríl um sameiningu deilda

Þórhildur Bjartmarz:

Af heimasíðu Hundaræktarfélags Íslands

Kynningafundur 27. apríl

Starfshópur um starf ræktunardeildar hefur skilað inn tillögum um breytingar á starfsreglum ræktunardeilda og  í kjölfarið sameiningu nokkurra deilda.  Stjórn HRFÍ hefur fjallað um tillögurnar og kynnt þær fyrir þeim deildum sem koma við sögu í fyrsta áfanga breytinganna og að auki fyrir fulltrúaráði félagsins.
Stjórn félagsins boðar til almenns félagsfundar 27. apríl kl. 18:00 á skrifstofu félagsins Síðumúla 15 þar sem þessar tillögur verða kynntar og ræddar.
Ákvörðun um að leggja niður deildir eða stofna nýjar verða lögum samkvæmt aðeins teknar á aðalfundi félagsins og þurfa slíkar breytingar aukinn meirihluta atkvæða fundarmanna (tvo þriðju atkvæða).

http://www.hrfi.is/freacutettir 

Ef einhver vill koma skoðun sinni á framfæri varðandi þessar breytingar þá má senda Hundalífspóstinum pistil