Elena Mist Theodórsdóttir

Elena Mist Theodórsdóttir er stigahæsti ungi sýnandinn í yngri flokki á hundasýningum HRFÍ árið 2015. Hundalífspósturinn fékk viðtal og bað hana að segja lesendum okkar hvernig þetta hefði allt byrjað að hún fór að sýna hunda.

Það er amma mín sem gerði mig að hundastelpu. Hún heitir Elísabet er ræktandi og ég var alltaf hjá henni þegar ég var lítil. Alltaf að horfa á hundasýningar. Ég var þriggja eða fjögurra ára þegar amma spurði mig hvort ég vildi sýna. Ég æfði mig bara og æfði og svo kom að sýningu og mér gekk mjög vel. Og svo hélt ég bara áfram.

 Ég hef fengið að sýna í útlöndum. Hef sýnt í Noregi og þá sýndi ég fyrst yorkschire terrier og silky terrier. Í Finnlandi sýndi ég shish tzu. Ég hef líka sýnt í Svíþjóð Mér hefur gengið vel og komist áfram af 20-30 sýnendum.

 Ég hef sýnt margar tegundir fyrir utan þær sem ég er búin að telja upp – eins og labrador, shäfer og cocker spaniel. Mest hef ég unnið með Nóa sem er silky terrier. Og ekki bara á sýningum heldur úti í náttúrunni að leika með bolta og svoleiðis. Hann er alveg æðislegur og ég þakka honum að ég varð stigahæsti ungi sýnandinn 2015.

 Það hefur gert mér mikið gott að vera með í ungum sýnendum. Auður Sif og Ágústa hafa hjálpað mér mikið. Og sannarlega ætla ég að halda áfram að sýna. 

Hundalífspósturinn þakkar Elenu Mist innilega fyrir viðtalið og óskar henni alls hins besta.