Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar í gær 18. sept

Þórhildur Bjartmarz:

Í gærkvöldi var haldið hlýðnipróf í Reiðhöllinni í Víðidal. Það voru 5 hundar skráðir í prófið, 1 í bronspróf, 2 í hlýðni I og 2 í hlýðni II. Allir hundarnir náðu prófi en aðeins 1 hundur fékk I. einkun. Það var Ynja og Hildur Pálsdóttir sem kepptu í hlýðni II og fengu gullmerki HRFÍ.

Það var mikið umhverfisáreiti fyrir hundana því hvolpasýningin stóð yfir á sama tíma og prófið. En þrátt fyrir það gékk prófið vel en það mátti sjá greinilega á hundunum að þeir eru ekki vanir svona erfiðum aðstæðum enda fá tækifæri til að æfa í álíka truflun og var á staðnum.

Til hamingju keppendur með árangurinn og vonandi sjáum við ykkur fljótt aftur í prófi.

Prófstjóri var Brynhildur Bjarnadóttir, ritari var Ragnhildur Gísladóttir og dómari var Þórhildur Bjartmarz.