Kynning á FCI hlýðniprófsreglum í Noregi

Þórhildur Bjartmarz:

Norðmenn og svíar undirbúa sig vegna breytinga á hlýðniprófsreglum. Hjá sænska hundaræktarfélaginu taka nýju FCI hlýðniprófsreglurnar gildi 1. janúar 2017. Norðmenn hafa hins vegar ekki ákveðið enn hvort reglurnar gilda frá 2016 eða 2017.

Ég mætti á kynningarfund hjá Hildi Marthinsen í hundaskólanum AntrozoologiSenteret í Ås í Noregi nú í kvöld.  Það er margt spennandi í nýju FCI reglunum og talsverðar breytingar frá þeim reglum sem gilda nú hjá okkur í Vinnuhundadeild HRFÍ.  Það er spurning hvort við þurfum að breyta okkar reglum á Íslandi eða hvort við vinnum eftir þeim reglum sem gilda nú, í nokkur ár.

hjá Line og Mona 9.sept 2015 140

Þórhildur stödd AntrozoologiSenter í Ås Noregi