Fyrirlestur um hvolpauppeldi

FJARFYRIRLESTUR UM HVOLPAUPPELDI

Sif Traustadóttir, dýralæknir og dýraatferlisfræðingur heldur fjar-fyrirlestur um hvolpauppeldi miðvikudaginn 2. september nk. kl. 20-21. Þar sem fyrirlesturinn verður á netinu verður mögulegt fyrir fólk sem ekki kemst að heiman, utan af landi og jafnvel erlendis að taka þátt. Þáttökugjald er 1490 kr. Skráning er í netfanginu sif@sifdyralaeknir.is
Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu vandamál sem hvolpaeigendur glíma við og lausnir á þeim. Einnig verður talað um umhverfisþjálfun og önnur mikilvæg atriði varðandi hvolpauppeldi. Í lok fyrirlestursins verður svarað spurningum frá þáttakendum. Fyrirlesturinn verður tekinn upp og þáttakendur fá sent afrit að honum loknum.