Lúxuslíf ferfætlinganna

Lúxuslíf ferfætlinganna: Matseðillinn myndi sóma sér vel á Michelin-veitingastað

http://eyjan.pressan.is/

Gæludýraeigendur vestanhafs eyða árlega tæplega 14 milljörðum dollara í lúxusmat handa gæludýrum sínum. Matseðilinn hjá þeim fjórfættu jafnast á við máltíð í fínum veitingastað í París.

Mikill vöxtur hefur verið hjá framleiðendum sem sérhæfa sig í lúxusmat fyrir gæludýr. Weruva, sem auglýsir undir slagðorðinu „People Food for Pets“ býður upp á rétti eins og paella með makríl og steikur með graskeri  og sætum kartöflum. 12 dósir  af slíku gæðafæði kosta ríflega 50 dollara, eða um 6.500 krónur.

Annar framleiðandi, Tiki Dog, býður upp á rétt með villtum túnfiski, sætum kartöflum, krabbakjöti, eggjum og hvítlauk. Blanda sem gæti sómt sér vel á hvaða veitingahúsi sem er í París.

„Við vitum að þeir eru spilltir, klárlega. Þetta eru einsog börnin mín og ég vil ekki að þau borði neitt sem ég get ekki tengt við,“ segir hundaeigandinn Stephanie Patterson við Reuters, sem fjallar um málið. Hundar sem njóta þess konar lúxusfæði eru góðu vanir, þeir eru með einkasnyrta, hafa aðgang að sundlaug og fá sína  daglegu hreyfingu oftar en ekki á hlaupabretti.

Og bestu hundahótelin sem þeir heimsækja eru ekkert slor, þar hafast dýrin við í rúmum í fullri stærð og hafa aðgang að flatskjám og geta jafnvel  „rætt við“ eigendur sína í gegnum Skype.

Gæludýraeigendur hafa svo sannarlega stokkið á vagninn og er svo komið að framleiðendur í lúxusiðnaðinum hafa náð yfir helmings markaðshlutdeild. Í fyrra keyptu bandarískir gæludýraeigendur fóður fyrir 27,1 milljarð dollara. Þar af nam hlutur lúxusfóðurs 13,7 milljörðum. Tölurnar koma sérfæðingum ekki á óvart.

Þessa þróun köllum við fólksvæðingu gæludýra, þar sem fólk kemur fram við dýrin eins og eigin börn. Fólk vill ekki gefa dýrunum neitt sem þau borða ekki sjálf,

Segir Jared Kourten hjá Euromonitor. Hann segir þúsaldarkynslóðina, fólk á aldreinum 18 til 35 ára, hafa komið af krafti inn á þennan markað. Þau eignist síður börn á þessum aldri en fyrri kynslóðir og dekra þess í stað gæludýrin sín.

En sú spurning hlýtur að vakna hvort allt þetta dekur sé í raun og veru nauðsynlegt. Hundar og  kettir hafa jú komist af í gegnum aldirnar án þess að meistarakokkar matreiði ofan í þá. Alexandra Horowitz, sálfræðingur, telur að svo sé. Gæludýraeigendur setji allt of há viðmið og að þessi hegðun segi  í raun meira um eigendurna heldur en sjálf dýrin.

Tilbúnir réttir fyrir gæludýr eru aðeins og mikið af hinu góða. Hundar hafa jú komist af fram til þessa með því að éta leifar húsbænda sinna.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/08/23/luxuslif-ferfaetlinganna-matsedillinn-myndi-soma-ser-vel-a-michelin-veitingastad/