Norska hundaræktarfélagið; ef þú ert enn efins

Þórhildur Bjartmarz:

Ég hvet alla hundaeigendur til að lesa greinina FELLES FRONT MOT LIDELSE sem birt er á heimasíðu NKK í dag.

Þar er greint frá því að stjórnarfundir verða næsta fimmtudag bæði í danska og finnska hundaræktarfélaginu. Norðmenn vænta þess að bæði félögin veiti þeim liðstyrk í mótmælum til FCI varðandi Kína. Sænska félagið hefur þegar lýst yfir fullum stuðningi við NKK.

Ennfremur segir í fréttatilkynningunni; ef þú ert enn í vafa, kynntu þér málið og skoðaðu  myndir (Bilde 1-4) neðst á síðunni.

ATH: Myndirnar eru ekki fyrir viðkvæma Þeir sem ekki treysta sér til að lesa greinina á norsku munið eftir google þýðingu: (úrdráttur: Málið fjallar um hræðilega meðferð á fjórfættum vinum okkar. Myndir frá Kína sýna lifandi hunda skorna í bita, þær sýna hunda sem fleygt er í sjóðandi vatn undir lófaklappi áhorfenda, þær sýna hunda fláða lifandi því þannig smakkast kjötið best. Þetta hefur ekkert með menningu að gera og þetta verður að stoppa)

 

 8jttbutikkrestauran4

 

http://web2.nkk.no/no/nyheter/Felles+front+mot+lidelse.b7C_wlzQY8.ips