Sporapróf Vinnuhundadeildar HRFÍ

Þórhildur Bjartmarz:

 

BG2R8348

Sporapróf Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið í kvöld 22. júlí við bestu aðstæður á Kjóavöllum. Fimm hundar tóku próf í sporarakningu þar af náðu þrír ágætis einkun. Dómari var Albert Steingrímsson, Haukur Birgis prófstjóri og þeim til aðstoðar var Guðbjörg Guðmundsdóttir. Almenn ánægja var með prófið og flestir ákveðnir að taka þátt í næsta sporaprófi.