SPORAPRÓF NR 3 2022

Þriðja sporapróf ársins var haldið við Nesjavallarveg þriðjudaginn 9. september. Þrír hundar voru prófaðir, einn í Spori I og tveir í Spori II. Í Spori I er lögð 300 metra slóð og í Spori II 1000 metra slóð

Tveir hundar fengu skráða einkunn, báðir í Spori II:

Í 1. sæti með 100 stig Forynju Breki German shepherd dog IS26984 og Sölvi Snær Guðmundsson

Í 2. sæti með 98 stig Forynju Bestla German shepherd dog IS26987 og María Jónsdóttir

Sérlega glæsilegur árangur hjá eigendum beggja hundana Breka og Þoku (gotsystkini) en 100 stig er fullt hús stiga

Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar fyrir þátttökuna og hvetur eigendur þessara þriggja hunda til áframhaldandi þátttöku í sporaprófum

Þá er dómara og prófstjóra þakkað fyrir sín störf í þágu HRFÍ

Dómari: Albert Steingrímsson

Prófstjóri: Tinna Ólafsdóttir

Dýrheimar/Royal Canin er styrktaraðili Vinnuhundadeildar HRFÍ

Ljósmyndir. Tinna Ólafsdóttir