Hundaeigendur í Garði boðaðir til fundar á morgun

Þórhildur Bjartmarz:

Hundaeigendur í Garðinum fengu nýlega sent bréf þar sem þeir eru boðaðir til fundar.

Ágæti hundaeigandi í Garði

Hundaeigendur í Garði eru boðaðir til fundar fimmtudaginn 11. júní kl. 18.00 í sal Gerðarskóla.

Á fundinum verður fjallað um hundahald í sveitarfélaginu, farið yfir hvaða reglur gilda þar um og rætt um málefnið almennt. 
Markmið með fundinum er að fá fram sjónarmið sveitarfélagsins og hundaeigenda þannig að gagnkvæmur skilningur ríki á milli aðila um þessi mál.

Fulltrúar sveitarfélagsins og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja verða á fundinum og ræða við hundaeigendur um málefnið.

Með sumarkveðju og ósk um góða mætingu.

Magnús Stefánsson

Bæjarstjóri.