Samþykkt um hundahald í Rvk 9. grein

Þórhildur Bjartmarz:

Enn um SAMÞYKKT um hundahald í Reykjavík. 16. maí 2012.

Á hvolpa/grunnnámskeiðum les ég yfir samþykkt um hundahald í Reykjavík með nemendum hundaskólans. Þar er eitt og annað sem athyglisvert er að skoða. Til dæmis 9. grein þar sem segir: Skrá yfir veitt leyfi er birt á heimasíðu  umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

Þá kemur oft upp umræða um hver tilgangurinn sé með þessari opnu skrá. Í fljótu má sjá tvennt sem kemur til greina:

  1. Nágrannar eða aðrir geta komið lausum hundum til síns heima ef þeir eru lausir utan lóðar.
  2. Nágrannar eða aðrir geta fylgst með því hvort hundaeigendur skrái hunda sína og tilkynnt um mögulegt brot á samþykktinni.

Ekki veit ég hvort þessi skráning hefur verið til þæginda fyrir hundaeigendur sbr. a lið eða til óþæinda sbr. b lið.

 

En er ekkert athugavert við þessa skráningu, er hún yfirleitt lögleg og hvað um persónuvernd?

Stenst þessi grein Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga?

 

Ætla má að löglærðir aðilar hafi komið að gerð þessarar hundasamþykktar og allt sem þar stendur standist lög. En eins og maður segir stundum: Maður spyr sig

Það væri fróðlegt að vita hvort löglærðir hundaeigendur séu sammála þessari opinberu heimilisfangaskrá hundaeigenda í Reykjavík.

 

Svona birtast þessar upplýsingar á netinu

20161117_093848

þetta er óskýr mynd en telur upp götunúmer skráðra hundaeigenda í Sóleyjarima
Sjá meðfylgjandi gögn:

  1. gr. Hundaskrá, tilkynningarskylda eiganda

Skrá yfir veitt leyfi er birt á heimasíðu umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. Skrá skal heiti, aldur, kyn, tegund, litarhátt, númer örmerkis og önnur einkenni hundsins. Þar skal einnig skrá nafn og heimilisfang leyfishafa. Leyfishafi fær afhenta merkta plötu, sbr. 11. gr. og eintak af samþykkt um hundahald í Reykjavík. Hundaeiganda ber að tilkynna Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um aðsetursskipti. Einnig skal hann tilkynna heilbrigðiseftirlitinu ef hundurinn deyr eða er fluttur úr lögsagnarumdæminu og hvert hann flytur. Eigendaskipti skal tilkynna með sama hætti. Tilkynningar skulu berast eins fljótt og kostur er og eigi síðar en mánuði frá breytingum. 10. gr. Ábyrgðartrygging. Leyfishafa er skylt að hafa í gildi ábyrgðartryggingu vegna hundsins og gerir heilbri

http://reykjavik.is/sites/default/files/skjol_thjonustulysingar/hundasam_ykkt2012.pdf

Hægt er að sjá hvar hundaleyfi eru í gildi í Reykjavík.