Heimsýning hunda í Mílanó

Þórhildur Bjartmarz:

Heimsýning hunda er haldin ár hvert. Í ár er sýningin haldin í Mílanó og stendur yfir frá og með deginum í dag. Dómar hefjast á morgun, fimmtudag með dómum í tegundahópum 6, 7, og 8.

Á sunnudaginn eru tegundahópar 1 og 9 ásamt öllum úrlitum sýningarinnar. Sjá dagskrá:

http://www.wds2015.com/?op=lng&lang=en

Danska hundaræktarfélagið, DKK greinir í dag frá dauðaslysi sýnenda á leiðinni til Ítalíu.

Í Hvíta-Rússlandi lenti lítil rúta í umferðarslysi, í henni voru 6 sýnendur og 16 hundar. Enginn lifði slysið af.

DKK segir ennfremur í fréttatilkynningunni: Keyrið varlega og komið heil heim. Það eru engir silkiborðar eða titlar sem eru þess virði að hætta lífi sínu fyrir.

thorhildurbjartmarz@gmail.com