Vesturfara-Víkingar 2015

Þórhildur Bjartmarz:

Það mættu 20 eigendur íslenskra fjárhunda í vinnubúðir í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi í morgun. Hundarnir voru þjálfaðir í allan dag í hlýðniæfingum, hundafimi og spori við bestu aðstæður. Á morgun verður haldið áfram með þjálfun allan daginn og stefnt er að halda hundafimikeppni á laugardaginn. Vesturfara-Víking er samstarfsverkefni deildar íslenska fjárhundsins og hundaskólans Hundalíf og er nú haldið í þriðja sinn.

thorhildurbjartmarz@gmail.com