Sjúklega fallegt

Vigdís Magnúsdóttir:

Athyglisverð grein á síðu NKK: Sykt vakker

http://web2.nkk.no/no/nyheter/Sykt+vakker%3F%C2%A0.b7C_wlrY4h.ips

Sjúklega fallegt (sykt vakkert) í orðsins fyllstu merkingu. Þetta er fyrirsögn í fréttaskrifum frá Norska hundaræktarfélaginu.

Þar er bent á að útlit hreinræktaðra hunda gengur út yfir heilbrigði þeirra. Þetta eru ekki nýjar fréttir. NKK (Norsk kennel klubb) hefur lengi unnið að því að útlit fari saman við heilbrigði. Sýningar, þar sem dæmt er út frá ræktunarmarkmiðum taka að litlu leyti tillit til sjúkdóms og heilsufarsástands. Stofn ræktunardýra er tiltölulega lítill þar sem meðfæddir sjúkdómar og óæskilegt útlit erfist áfram.

Ýmislegt hefur verið gert í Noregi til að bæta ástandið. Þar má nefna:

BSI (Rasespesifikke dommerinstruksjoner – Breed Specific Instructions) það er áætlun þar sem dómarar taka meira tillit til ákveðna þátta sem gætu verið ógn fyrir heilsu og velferð hundsins og

RAS (Rasespesifikke avlsstrategier) er önnur áælun, sem unnin er af deildum félagsins og er hugsuð sem verkfæri til þess að ná langtíma markmiðum í ræktun hverrs hundakyns.

Einnig hvetur NKK verðandi hundeigendur að vera vakandi gagnvart hugsanlegum heilsufarsvanda foreldra væntanlegs hvolps.

Ég hvet alla ræktendur til að kynna sér þessi mál.