Þórhildur Bjartmarz
Í Mbl í dag er sagt frá hundi sem var sendur aftur til Noregs vegna verkfalls dýralækna. Samkvæmt grein sem Anna Lilja Þórisdóttir skrifar segir að þeirra á meðal sem eru í verkfalli séu dýralæknar hjá Matvælastofnun, sem hafa eftirlit með innflutningi dýra. Þeir taka á móti dýrunum við komuna, skoða þau gögn sem þeim fylgja og staðfesta að umrætt dýr hafi fengið leyfi til landgöngu. Að því búnu fer dýrið í fjöggura vikna vist í einangrunarstöð ýmist í Hrísey eða Reykjanesbæ.
Von er á nokkrum fjölda dýra þessa dagana er haft eftir Jóni Magnússyni í Reykjanesbæ.
Meira í Mbl í dag bls 4 – Tutzy var send aftur til Noregs