Sporapróf nr 2 haldið 30. júní 2020
Vinnhundadeild HRFÍ hélt sporapróf á Hólmsheiðinni nú í kvöld. Dómari var Kristjana G Bergsteinsdóttir, prófstjóri Valgerður Stefánsdóttir.
Hægt var að skrá í alla keppnisflokka en einungis tveir hundar voru skráðir í prófið.
Svathörfða Jon Bon Jovi og Guðbjörg Guðmundsdóttir voru skráð í spor II. Þau fóru vel af stað en eftir ca 2/3 hluta sporsins lá slóðin í mjög krefjandi aðstæður og önnur lykt þ.e.a.s lykt af öðrum hundum vakti meiri áhuga hundsins þannig að hann missti slóðina og var úr leik þar með. Niðurstaðan 0 í einkunn. Í spori II á hundurinn að finna 5 millihluti og endahlut.
Ibanez White Spephard Fjalladís og Þórhildur Bjartmarz voru skráð í Elite flokk. Aðeins hefur verið einu sinni prófað í þessum keppnisflokki. En fyrra skiptið var í júlí 2015 þegar Ice Tindra Aragon og Kristjana tóku prófið en náðu ekki einkunn. Fjalladís byrjaði mjög vel var fljót að finna slóðina í ramma sem var 30×40 metrar. Tók 2×30° vinkilbeygjur án þess að hika og markeraði 9 millihluti. En síðasta gildran var að halda áfram í endahlut þrátt fyrir kross-spor frá öðrum sporaleggjara. Jú hún féll í gildruna og sporaði kross-sporið og missti þar með af endahlutnum. Þá var aðeins ca 30-40 metrar í endahlut. Niðurstaðan var því 0 í einkunn þrátt fyrir frábæra vinnu.
Uppsetning á Elite prófi kvöldsins:
Það voru bestu aðstæður og notalegt á heiðinni í kvöld + 12° og smá suddi.
F.h. stjórnar Vinnuhundadeildar þakka ég Kristjönu og Völu fyrir þeirra vinnu.
mynd úr myndasafni