Vinnuhundadeild HRFÍ hélt hlýðnipróf föstudagskvöldið 21. sept í reiðskemmu Sprettara á Kjóavöllum (áður Andvarahöllin). Sex hundar voru skráðir í prófið, þrír í Bronspróf, tveir í Hlýðni I og einn hundur í Hlýðni III.
Í Bronsprófinu voru tveir hundar í prófi í fyrsta sinn en þriðji hundurinn sem tók Bronspróf síðasliðið vor fékk þá 0 í einni æfingunni og náði því ekki merkinu. Þessi hundur fékk frábæra einkunn í öllum æfingum í kvöld nema síðustu æfingunni að liggja kyrr. Sú æfing gefur háa einkunn eða 40 stig og munar ansi miklu um hana. En úrslit voru:
- sæti Ibanez White Shepard Fjalladís með 168 stig af 180 mögulegum. Eigandi Þórhildur Bjartmarz
- sæti Vinar Usain Bolt með 139 stig. Eigandi Þórir Jökull Helgason
- sæti Gjósku Vænting með 121 stig. Eigandi Tinna Ólafsdóttir
Í Hlýðni I voru tveir hundar skráðir Rex og Aska, bæði búin að keppa í þessum flokki áður. Þau tóku bæði glæsilegt próf og fengu I. einkunn þar af 10 í nokkrum æfingum. Aska missti 15 stig af 30 í liggja saman æfingunni og munaði þar um í heildareinkunn. Úrslit voru svona:
- sæti Ice Tindra King (Rex) með 185 stig af 200 mögulegum. Eigandi Katrín Jóna Jóhannsdóttir
- sæti Forynju Aska með 174,5 stig. Eigandi Hildur Pálsdóttir
Í Hlýðni III mættu þær Vonziu´s Asynja og Hildur Páls. Þær stöllur fengu glæsilegar einkunnir í flestum æfingum en misstu 30 stig í æfingunni að sækja trékefli yfir hindrun. Æfing sem Ynja hefur alltaf skilað með toppeinkunn. En heildareinkunn í Ynju í Hlýðni III:
Vonziu´s Asynja með 231,5 stig sem gerir II. einkunn. Eigandi Hildur Pálsdóttir
Dómari var Silja Unnarsdóttir sem var að dæma hlýðnipróf HRFÍ í fyrsta sinn. Prófstjóri var Gunnhildur Jakobsdóttir. Báðar frábærir fulltrúar Vinnuhundadeildar og skiluðu hlutverki sínu vel. Ritari Stefanía H. Sigurðardóttir. Prófið gekk vel í alla staði og vert er að vekja athygli á að það er einungis vika í næsta hlýnipróf sem Svæðafélagið á Akureyri stendur fyrir helgina 29. og 30. sept.
F.h. Vinnuhundadeildar þakka ég þátttakendum, dómara, prófstjóra og ritara fyrir gott próf.
Dýrheimar/Royal Canin gaf verðlaun.