Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar 21. september

Vinnuhundadeild HRFÍ hélt hlýðnipróf föstudagskvöldið 21. sept í reiðskemmu Sprettara á Kjóavöllum (áður Andvarahöllin). Sex hundar voru skráðir í prófið, þrír í Bronspróf, tveir í Hlýðni I og einn hundur í Hlýðni III.

Í Bronsprófinu voru tveir hundar í prófi í fyrsta sinn en þriðji hundurinn sem tók Bronspróf síðasliðið vor fékk þá 0 í einni æfingunni og náði því ekki merkinu. Þessi hundur fékk frábæra einkunn í öllum æfingum í kvöld nema síðustu æfingunni að liggja kyrr. Sú æfing gefur háa einkunn eða 40 stig og munar ansi miklu um hana. En úrslit voru:

  1. sæti Ibanez White Shepard Fjalladís með 168 stig af 180 mögulegum. Eigandi Þórhildur Bjartmarz
  2. sæti Vinar Usain Bolt með 139 stig. Eigandi Þórir Jökull Helgason
  3. sæti Gjósku Vænting með 121 stig. Eigandi Tinna Ólafsdóttir

     

 

Í Hlýðni I voru tveir hundar skráðir Rex og Aska, bæði búin að keppa í þessum flokki áður.  Þau tóku bæði glæsilegt próf og fengu I. einkunn þar af 10 í nokkrum æfingum. Aska missti 15 stig af 30 í liggja saman æfingunni og munaði þar um í heildareinkunn. Úrslit voru svona:

  1. sæti Ice Tindra King (Rex) með 185 stig af 200 mögulegum. Eigandi Katrín Jóna Jóhannsdóttir
  2. sæti Forynju Aska með 174,5 stig. Eigandi Hildur Pálsdóttir

   

 

 

Í Hlýðni III mættu þær Vonziu´s Asynja og Hildur Páls. Þær stöllur fengu glæsilegar einkunnir í flestum æfingum en misstu 30 stig í æfingunni sækja trékefli yfir hindrun. Æfing sem Ynja hefur alltaf skilað með toppeinkunn.  En heildareinkunn í  Ynju í Hlýðni III:

Vonziu´s Asynja  með 231,5 stig sem gerir II. einkunn. Eigandi Hildur Pálsdóttir

 

Dómari var Silja Unnarsdóttir sem var að dæma hlýðnipróf HRFÍ í fyrsta sinn. Prófstjóri var Gunnhildur Jakobsdóttir. Báðar frábærir fulltrúar Vinnuhundadeildar  og skiluðu hlutverki sínu vel. Ritari Stefanía H. Sigurðardóttir. Prófið gekk vel í alla staði og vert er að vekja athygli á að það er einungis vika í næsta hlýnipróf sem Svæðafélagið á Akureyri stendur fyrir helgina 29. og 30. sept.

 

F.h. Vinnuhundadeildar þakka ég þátttakendum, dómara, prófstjóra og ritara fyrir gott próf.

Dýrheimar/Royal Canin gaf verðlaun.