Fjórða hlýðnipróf ársins sem halda átti í gær 23. júní var fært til um einn dag og haldið í dag fyrir hádegi á Snæfellsnesi. Einungis fimm hundar voru skráðir í prófið 3 hundar í hlýðni I – 1 hundur í hlýðni II og 1 hundur í hlýðni III.
Einkunnir í Hlýðni I:
Með 165.5 stig var Forynju Aska og Hildur Pálsdóttir = 1. einkunn og 1. sæti
Með 164 stig var Sunnusteins Hryðja (Stella) og Theresa Olsen = 1. einkunn og 2. sæti
Með 110 stig var Hugarafls Hróður (Hrói) og Elín Lára Sigurðar = 3. einkunn
Einkunn í Hlýðni II:
Með 136 stig var Hugarafls Gjóska og Elín Lára Sigurðardóttir = 3. einkunn
Einkunn í Hlýðni III:
Með 200,5 stig var Vonzius Asynja og Hildur Pálsdóttir = 3. einkunn
Eftir hádegi var nýtt próf samkvæmt fyrirhugaðri dagskrá. Þetta var 5. próf ársins en fjórir hundar voru skráðir í það próf:
Einkunnir í Hlýðni I:
Með 178,5 stig var Sunnusteins Hryðja og Theresa Olsen = 1. einkunn og 1. sæti
Með 158,5 stig var Hugarafls Hróður og Elín Lára Sigurðardóttir = 2. einkunn
Einkunn í Hlýðni II:
Með 148 stig var Hugarafls Gjóska og Elín Lára Sigurðardóttir = 2. einkunn
Aðstæður hefðu mátt vera betri og það gekk erfiðlega að finna gott prófsvæði þar sem allsstaðar var komið kafgras og að auki mjög blautt. En allt gekk vel að lokum og prófið gekk vel fyrir sig í alla staði.
Fyrir hönd Vinnuhundadeildar Hundaræktarfélags Íslands þakka ég prófstjóra fyrir vel unnin störf og þátttakendum fyrir góðan dag.
Prófstjóri: Brynhildur Bjarnadóttir
Dómari: Þórhildur Bjartmarz