Æfingapróf Víkingasveitar díf í apríl

Þórhildur Bjartmarz:

Æfingapróf í hlýðni fór fram sunnudaginn 17. apríl í Kópavogi. 5 hundar voru skráðir í próf, 4 í byrjendaflokki og 1 í framhaldsflokki (hlýðni I). Þrátt fyrir leiðindaveður mikið sandrok og hressilegar hviður gekk prófið ágætlega og hundarnir náðu góðri einkun.

Spói og Jórunn voru efst í byrjendaflokki með 166 stig af 180 mögulegum

Sómi og Magnea sem voru ein í framhaldsflokki náðu 134 stigum af 200 mögulegum

Sunna Líf í Snætindaræktun kom í sitt fyrsta hlýðnipróf. Henni gekk mjög vel og náði einkun á 2 hunda í byrjendaflokki. Glæsilega gert hjá Sunnu sérstaklega þar sem hún var með lóðatík og rakka en vonandi eigum við eftir að sjá hana í fleiri prófum á árinu.

Prófstjóri var Brynhildur Bjarnadóttir

U-dómari var Þórhildur Bjartmarz

 

DSC_0380   DSC_0369      DSC_0375     DSC_0363

DSC_0382