Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ 10. maí

Þórhildur Bjartmarz:

Þriðja hlýðnipróf ársins var haldið í dag, 10. maí á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ í reiðskemmu Sprettara á Kjóavöllum. Alls voru 10 hundar skráðir í prófið og skiptist þannig í keppnisflokka:

1 hundur var skráður í Bronspróf:

  1. sætið með  104 stig var Gjósku Vænting og Tinna Ólafsdóttir

Gjósku Vænting náði prófinu en ekki Bronsmerki að þessu sinni en til að ná einkunn í Bronsprófi þarf 90 stig að lágmarki og til að ná Bronsmerkinu þarf a.m.k. 5 stig í öllum æfingum.

 

6 hundar voru skráðir í Hlýðni 1 próf:

 

Allir  hundarnir fengu I einkunn

  1. sæti með 196 stig Abbadís og Þórhildur Bjartmarz
  2. sæti með 179 stig Forynju Aska og Hildur Pálsdóttir
  3. sæti með 177,5 stig Hrísnes Skuggi og Óli Þór Árnason
  4. sæti með 174,5 stig Veiðivatna flugan Embla og Sigurdór
  5. sæti með 170 stig Hungarafls Hróður og Elín Lára Sigurðardóttir
  6. sæti með 166 stig Ice Tindra King og Katrín Jóna Jóhannsdóttir

Til að ná einkunn í Hlýðni 1 prófi þarf 100 stig – hámarksstigafjöldi er 200 stig

 

3 hundar voru skráðir í Hlýðni 2 próf:

  1. sæti með 174 stig I. einkunn Uppáhalds Gæfa og Valgerður Stefánsdóttir
  2. sæti með 105 stig III. einkunn Hugarafls Gjóska og Elín Lára Sigurðardóttir

Þriðji hundurinn lauk ekki prófi

Til að ná einkunn í Hlýðni 2 prófi þarf 100 stig – hámarksstigafjöldi er 200 stig

 

Dómari var Björn Ólafsson

Prófstjóri var Erla Heiðrún Beneditksdóttir
Ritari var Marta Sólveig Björnsdóttir

 

Prófið hófst kl. 14 og stóð yfir til 16,30. og gekk vel fyrir sig í alla staði.

F.h. Stjórnar Vinnuhundadeildar þakka ég öllum sem mættu í dag fyrir góðan dag. Næsta próf verður haldið á Kaldármelum um Jónsmessu.