Lýsing á íslenska fjárhundinum frá 1956

Þórhildur Bjartmarz:

Í hefti sem inniheldur íslenskar þýðingar úr bók Mark Watson frá árinu 1956 má finna lýsingu á útliti íslenska fjárhundsins. Það er fróðlegt að bera hana saman við ræktunarmarkmið og útlit kynsins í dag, 60 árum síðar. Mjög einkennileg þessi setning: ...lundaðir fyrir leik.  

 

standard 1956

2 standard

 

 

ÍSLENZKI HUNDURINN

(eða íslenszki fjárhundurinn).

Endurskoðaðir staðlar 1956.

Alm. útlit:       Spitztegund, rétt undir meðalstærð, léttvaxnir, lundaðir fyrir leik.

Haus:              Léttvaxinn, frekar breiður milli eyrna.

Trýni:              Frekar stutt en langt; mót ennis og trýnis greinileg en ekki skörp.

Nef:                Svart.

Varir:              Stuttar og herptar.

Eyru:               Stórgerð neðst, þríhyrnd, oddmjó og sperrt.

Augu:              Lítil og kringlótt; dökk að lit og lífleg.

Makki:            Stuttur, sterklegur og dálítið hringaður. Hundurinn ber höfuðið hátt.

Bógar:             Beinir, aflíðandi.

Brjóst:             Stórt og djúpt.

Magi:              Uppdreginn.

Líkami:           Sterkur og frekar stuttur en léttur.

Leggir:            Beinir og vöðvamiklir, hækillinn ekki mjög boginn.

Lappir:           Sporöskjulagaðar, þófarnir vel þroskaðir.

Skott:              Hóflega langt, kafloðið og hringað upp á bak.

Feldur:           Harður, miðlungslöng hár, en lengri um makkann, á afturfótum (lærleggjum) og neðanvert á skottinu. Feldurinn er þéttur við líkamann og stríkkar á haus og löppum; framlappir ekki sérstaklega loðnar aftanvert.

Litarháttur:     Hvítur og mórauður, gulleitur, ljósmórauður og svartur á hárenda og stundum alsvartur.

Hæð:               36-45 cm.

Þungi:             um 14 kg.