Kári

Þórhildur Bjartmarz:

Síðaliðið sumar sá ég í fyrsta sinn lítið hefti sem inniheldur íslenskar þýðingar á köflum úr bók Mark Watson um íslenska fjárhundinn. Því miður er ekki hægt að finna nafn þýðandans í heftinu en það er fróðlegt að lesa þessar greinar sem þýddar voru fyrir rúmlega 60 árum. E.J. Oswald átti hundinn Kára sem vinur hans Grímur Thomsen gaf honum. Nokkrar lýsingar á Kára:

..sperrt eyru, sem sköguðu eins og steinnibbur úr snjóskafli..

..Hann átti vingott við allan heiminn, nema svín og asna sem hann hafði megnustu fyrirlitningu á..

..Aldrei hefi ég þekkt hund, sem skildi mælt mál jafn vel og hann eða reyndi eins mikið til að tala..

..við reyndum að stafa orð, en að tveimur til þremur dögum liðnum var Kári búinn að læra allt sem honum kom við..

..lærði hann fjölda leikja t.d. vasaþjófnað..

 

Hér er íslenska þýðingin að grein Oswald:

 

kári 1

Kári 2

kári 3