Landskeppni smalahunda 27. og 28. ágúst

Þórhildur Bjartmarz:

Landskeppni smalahundafélags Íslands er haldin í ár að Bæ í Miðdölum 27. og 28. ágúst. Dómari er Bevis Jordan en keppt er í þremur flokkum, unghundaflokki, B flokki og A flokki. Að þessu sinni eru 18 border collie hundar skráðir í keppnina.

Í dagskrá mótssins stendur: Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu og Smalahundafélag Snæfellsness og Hnappadalssýslu býður gesti velkomna til leiks á landsmóti 2016. Þörfin fyrir góða smalahunda hefur alltaf verið fyrir hendi á Íslandi og eykst ár frá ári þar sem bændum fækkar, búin stækka og færri eru eftir til að smala stór landssvæði. Sérstaklega í strjálbýlustu sveitum landsins.

Fjárhundakeppni eins og hér fer fram er ætlað að auka áhuga og skilning á getu þessara hunda. Hún er líka mikils virði við ræktunina en hér hittast ræktendur sem spá og spekúlera í vinnulagi og öðrum smalagenum, enda eru hér í braut nokkur öflugustu ræktunardýrin nú um stundir.

Hægt er að hlusta á lýsingu á vinnu hundana á sérstakri rás í útvarpinu á mótssvæðinu.

 

smalakeppni 1  smalahundakeppni ág 2016 021 Dómarinn Bevis Jordan

 

Myndir frá keppninni laugardaginn 27. ágúst

: