Þriggja leikja bann fyrir að lemja hundinn sinn

visir.is

Ishmael Zamora, hjá bandaríska Baylor-háskólanum, byrjar tímabilið seinna en félagar hans enda í sérstöku banni.

Skólinn hefur nefnilega sett hann í þriggja leikja bann þar sem hann lamdi hundinn sinn. Hundinn lamdi hann með belti.

Myndband náðist af atvikinu og var hann kærður fyrir athæfið. Zamora fékk sekt og þarf að sinna 40 klukkutíma samfélagsþjónustu.

Zamora hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og sættir sig við refsingarnar. Hann segist elska hundinn sinn þó svo myndbandið hafi sýnt annað.

http://www.visir.is/thriggja-leikja-bann-fyrir-ad-lemja-hundinn-sinn/article/2016160839788

 

309798-1471826847-wide_facebook