Þórhildur Bjartmarz:
Hundalífspósturinn fékk að fylgjast með þegar íslenski fjárhundurinn Skuggi fór í þar til gerða úttekt sem heimsóknarhundur Rauða Krossins fyrir stuttu. Brynja Tomer starfar sem sjálfboðaliði fyrir Rauða Krossinn og heldur sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir hundaeigendur og sér síðan um að meta hundana með tilliti til þess hvort þeir séu hæfir í verkefnið. En hvernig er undirbúningi háttað? Brynhildur Bjarnadóttir eigandi Skugga hafði samband við Rauða Krossinn og óskaði eftir að gerast sjálfboðaliði með hund og skráði sig á þessi námskeið:
Grunnnánmskeið hjá Rauða Krossinum fyrir alla sjálfboðaliða ca 1 ½ kls.
Námskeið fyrir alla heimsóknarvini Rauða Krossins ca 1 kls.
Námskeið sem er eingöngu fyrir heimsóknarvini með hunda ca 2 kls.
Úttekt/mat á hundi og eiganda fyrir heimsóknir. Matið fer fram á hjúkrunarheimili og tekur rúmlega 1 kls.
Brynhildur sótti þessi námskeið og þau Skuggi fóru í úttekt til Brynju Tomer í lok apríl. Skuggi stóðst matið sem fór fram á hjúkrunarheimili í Reykjavík. Brynja reyndi á þolmörk Skugga með ýmsum æfingum, eins og t.d. að halda utan um hann, taka hann í burtu frá eigandanum, fara í lyftu og síðan að heilsa fólki sem býr á hjúkrunarheimilinu.
Þegar Brynhildur fékk staðfestingu um að Skuggi væri samþykktur sem heimsóknarhundur Rauða Krossins beið þeirra tilboð frá Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði. Eftir kynningarfund á íslenskum fjárhundum á Hrafnistu í apríl kom sérstök beiðni til Rauða Krossins um að fá Brynhildi og Skugga til að koma í heimsóknir á deild fyrir alzheimer sjúklinga. Þannig að kynningarfundurinn um íslenska fjárhundinn á Hrafnistu í Hafnarfirði hafði þær afleiðingar að þangað fer nú heimsóknarhundur Rauða Krossins vikulega.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá úttektinni hjá Brynju Tomer.
Fjarðarpósturinn 18. maí: