Í heimsókn á Hrafnistu í Kópavogi

Þórhildur Bjartmarz:

Íslenski fjárhundurinn var kynntur í máli og myndum á Hrafnistu í Kópavogi föstudaginn 13. maí. Þórhildur sagði sögu hundsins í stuttu máli og kynnti Dag íslenska fjárhundsins á meðan Brynhildur og Skuggi heilsuðu heimilismönnum. Fólk  sýndi mikið þakklæti og ánægju með heimsóknina. Nýútkomin veggsjöld um Dag íslenska fjárhundsins vakti mikla eftirtekt og einnig ný kort með mynd af íslenska hundinum sem var afhend í fyrsta sinn.

Bjarney Sigurðardóttir forstöðumaður heimilisins, tók á móti DVD um íslenska fjárhundinn sem var gjöf til heimilisins frá Hundaræktarfélagi Íslands.

DSC_0358DSC_0361DSC_0362