Með höfuðið út um gluggann

Þótt það virðist hverjum hundi nánast eðlislægt að stinga höfðinu út um opinn bílglugga í bíl á ferð er það skaðlegur vani.

Ef hundurinn þinn hefur höfuðið út um gluggann eru augu hans óvarin fyrir óhreinindum, smásteinum og öðru sem kastast frá þínum bíl og öðrum. Afleiðingarnar geta orðið rispur eða jafnvel göt á augun.

En það eru ekki bara augu hundsins sem geta skaðast. Eyru hunda er mjög viðkvæm og ytra eyra getur bólgnað og valdið ævilöngum vandamálum fyrir hundinn.

Það versta sem getur komið fyrir er auðvitað að hundurinn detti út um gluggann. Hundar geta runnið út um þröng op. Ef höfuðið kemst út getur það auðveldlega leitt til þess að hundurinn detti út ef ökumaður lendir á ósléttu eða fer of hratt yfir hraðahindrun. Það getur kostað beinbrot, innvortis meiðsl eða enn verra ef næsti bíll getur ekki hemlað nógu fljótt.

Best er fyrir þig og hundinn þinn að hann sé öruggur í bílnum í öryggisbelti eða búri. Þannig getur þú líka hindrað að hann trufli þig við akstur eða skjótist út úr bílnum þegar stoppað er.

Sjá greinar um efnið:

http://animals.howstuffworks.com/pets/pet-travel/let-dog-stick-head-out-wind

ow.htm

 

http://www.tripswithpets.com/twp-blog/dogs-head-out-the-car-window-a-dangero

us-habit

 

http://www.pethealthnetwork.com/dog-health/dog-behavior/dogs-cars-should-my-

dog-hang-his-head-out-car-window