BÓKARKYNNING

Jórunn Sörensen:

HVOLPASÖGUR

og ein um Tígul, litla hundinn með stóra hjartað

Eftir Gunnar Kr. Sigurjónsson

Bókin geymir fimm sögur um hunda. Fjórar þeirra fjalla um þá gleði sem það veitir börnum að eignast hund – en öll fá þau frekar óvænt hvolp á heimilið. Fimmta sagan er af Tígli, hundi Gunnars en hann sýndi auðnutittlingi sérstaka nærgætni þar sem hann fann hann hreyfingarlausan og ískaldan.

Á einni síðu bókarinnar er að finna ýmsa fróðleiksmola um hunda.

Bókina prýða einstaklega fallegar myndir – ekki síst þær sem eru af Tígli og litla fuglinum sem hann bjargaði.